Horfði á mörkin sín og komst svo á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 08:00 Sophie Román Haug með boltann eftir að hafa skorað þrennuna gegn Filippseyjum. Getty/Hannah Peters Norska landsliðskonan Sophie Román Haug varð í gær ein af markahæstu leikmönnum HM í fótbolta í Eyjaálfu þegar hún skoraði þrennuna sína í 6-0 sigrinum gegn Filippseyjum, sem kom Noregi áfram í 16-liða úrslit. Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira