Horfði á mörkin sín og komst svo á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 08:00 Sophie Román Haug með boltann eftir að hafa skorað þrennuna gegn Filippseyjum. Getty/Hannah Peters Norska landsliðskonan Sophie Román Haug varð í gær ein af markahæstu leikmönnum HM í fótbolta í Eyjaálfu þegar hún skoraði þrennuna sína í 6-0 sigrinum gegn Filippseyjum, sem kom Noregi áfram í 16-liða úrslit. Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira