Synjun Sjúkratrygginga í ósamræmi við lög: „Þetta snýst greinilega ekki um peninga“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2023 00:00 Sunna Valdís glímir við sjaldgæfa taugasjúkdóminn AHC, Alternating hemiplegia of childhood. Sigurður Hólmar Jóhannesson Umboðsmaður Alþingis gaf frá sér álit í vikunni þar sem fram kom að synjun úrskurðarnefndar velferðarmála um styrk til kaupa á hjálpartæki handa stúlku með sjaldgæfa taugasjúkdóminn AHC hafi ekki verið lögmæt. Faðir stúlkunnar vonast til þess að barátta hans við Sjúkratryggingar og úrskurðarnefnd velferðarmála komi til með að ryðja veginn fyrir börn í sömu stöðu og dóttir hans. Sigurður Hólmar Jóhannesson segir frá því mikla stríði sem hann hefur átt í við Sjúkratryggingar Íslands í samtali við Vísi. Árið 2019 segist hann hafa sótt um styrk frá sjúkratryggingum fyrir hjólastólahjóli fyrir Sunnu Valdísi dóttur sína, sem glímir við sjaldgæfan taugasjúkdóm. Sjúkratryggingar synjuðu þeirri beiðni. Málinu var þá áfrýjað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem tók undir ákvörðun Sjúkratrygginga. „Þá fórum við ekkert lengra með þetta, þó svo að við værum mjög ósátt og fannst eins og lögin gerðu alveg ráð fyrir því að það mætti styrkja kaup á svona tæki,“ segir Sigurður. Grunur um hlutdrægni í nefndinni Þá segir hann þau foreldrana hafa í fyrra sótt um styrk fyrir öðruvísi hjóli, en fengið nákvæmlega sama úrskurð, sem byggði á því að samkvæmt reglugerð væri Sjúkratryggingum Íslands ekki heimilt að styrkja kaup á hjálpartækjum sem væru til afþreyingar eða notkunar í frístundum. Sigurður segir úrskurðarnefndina, sem samanstandi af sextán lögfræðingum, ekki hlutlausa. „Við getum borgað sextán lögfræðingum laun fyrir að sitja í einhverri nefnd en við getum ekki látið fötluð börn fá hjálpartæki, þannig að þetta snýst greinilega ekki um peninga,“ segir hann. Í kjölfarið ákváðu Sigurður og Ragnheiður, móðir Sunnu, að fara með málið til Umboðsmanns Alþingis. Um það bil fimm mánuðir liðu þar til þau fengu svör. Þann 21. júlí síðastliðinn fengu þau álit umboðsmanns þar sem fram kom að úrskurður nefndarinnar hafi verið í ósamræmi við lög. Ekki fyrsti slagurinn „Það eru tilmæli mín til úrskurðarnefndar velferðarmála að hún taki mál Sunnu Valdísar til meðferðar að nýju og, komi fram beiðni þess efnis frá henni, og leysi úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem hafa verið rakin í álitinu. Jafnframt beini ég því til nefndarinnar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu,“ segir í áliti umboðsmanns Alþingis varðandi málið. „Okkur fannst að við þyrftum að klára þetta mál svo að önnur börn þurfi ekki að ganga í gegnum það sama og við,“ segir Sigurður. Hann segir málið ekki vera fyrsti slagurinn sem foreldrar Sunnu taki við Sjúkratryggingar. „Maður myndi halda að núna ættu Sjúkratryggingar að fara að breyta sínu vinnulagi og fara eftir lögum framvegis eins og þau eru túlkuð af umboðsmanni Alþingis, sem er sá sem á endanum túlkar lögin,“ segir Sigurður. Tilbúinn að leita til Evrópudómstólsins Hann segist vona að með breyttu verklagi Sjúkratrygginga verði fötluðum börnum ekki einungis veittur styrkur til lífsnauðsynlegra hjálpartækja, heldur einnig tækja sem bæti líf og lífsgæði þeirra. „Ekki einn einasti lögfræðingur af þessum sextán gat séð að þau hafa verið að fara með vitlaust mál og hafa gert árum saman,“ segir Sigurður. Nú mun fjölskyldan sækja aftur um umræddan styrk og bíða eftir úrskurði Sjúkratrygginga. Sigurður segist vera tilbúinn að fara með málið til Evrópudómstólsins, fáist ekki styrkur til kaupa á hjólinu. Hann segir það taka Sjúkratryggingar sex til átta vikur að svara slíkum beiðnum og að auki taki hjólið tíu vikur að koma til landsins. Hjólið verði þá komið í fyrsta lagi í nóvember, gangi allt eftir. „Það er náttúrlega bara galið hvað hægt er að tefja svona mál lengi,“ segir Sigurður um þá slagi sem hann hefur átt við sjúkratryggingar. „Þetta er bara svo letjandi.“ Sigurður segist vona að slagur hans við sjúkratryggingar muni ryðja veginn fyrir börn í sömu stöðu og Sunna.Sigurður Hólmar Jóhannesson Loks vekur Sigurður athygli á að fólk kynni sér sjúkdóminn sem dóttir hans er með, sem er afar sjaldgæfur. Sjálfur framleiddi hann heimildarmynd um sjúkdóminn í því skyni að fólk kynnti sér hann. Myndina má nálgast hér eða á vefsíðunni humantimebombs.com. Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sigurður Hólmar Jóhannesson segir frá því mikla stríði sem hann hefur átt í við Sjúkratryggingar Íslands í samtali við Vísi. Árið 2019 segist hann hafa sótt um styrk frá sjúkratryggingum fyrir hjólastólahjóli fyrir Sunnu Valdísi dóttur sína, sem glímir við sjaldgæfan taugasjúkdóm. Sjúkratryggingar synjuðu þeirri beiðni. Málinu var þá áfrýjað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem tók undir ákvörðun Sjúkratrygginga. „Þá fórum við ekkert lengra með þetta, þó svo að við værum mjög ósátt og fannst eins og lögin gerðu alveg ráð fyrir því að það mætti styrkja kaup á svona tæki,“ segir Sigurður. Grunur um hlutdrægni í nefndinni Þá segir hann þau foreldrana hafa í fyrra sótt um styrk fyrir öðruvísi hjóli, en fengið nákvæmlega sama úrskurð, sem byggði á því að samkvæmt reglugerð væri Sjúkratryggingum Íslands ekki heimilt að styrkja kaup á hjálpartækjum sem væru til afþreyingar eða notkunar í frístundum. Sigurður segir úrskurðarnefndina, sem samanstandi af sextán lögfræðingum, ekki hlutlausa. „Við getum borgað sextán lögfræðingum laun fyrir að sitja í einhverri nefnd en við getum ekki látið fötluð börn fá hjálpartæki, þannig að þetta snýst greinilega ekki um peninga,“ segir hann. Í kjölfarið ákváðu Sigurður og Ragnheiður, móðir Sunnu, að fara með málið til Umboðsmanns Alþingis. Um það bil fimm mánuðir liðu þar til þau fengu svör. Þann 21. júlí síðastliðinn fengu þau álit umboðsmanns þar sem fram kom að úrskurður nefndarinnar hafi verið í ósamræmi við lög. Ekki fyrsti slagurinn „Það eru tilmæli mín til úrskurðarnefndar velferðarmála að hún taki mál Sunnu Valdísar til meðferðar að nýju og, komi fram beiðni þess efnis frá henni, og leysi úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem hafa verið rakin í álitinu. Jafnframt beini ég því til nefndarinnar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu,“ segir í áliti umboðsmanns Alþingis varðandi málið. „Okkur fannst að við þyrftum að klára þetta mál svo að önnur börn þurfi ekki að ganga í gegnum það sama og við,“ segir Sigurður. Hann segir málið ekki vera fyrsti slagurinn sem foreldrar Sunnu taki við Sjúkratryggingar. „Maður myndi halda að núna ættu Sjúkratryggingar að fara að breyta sínu vinnulagi og fara eftir lögum framvegis eins og þau eru túlkuð af umboðsmanni Alþingis, sem er sá sem á endanum túlkar lögin,“ segir Sigurður. Tilbúinn að leita til Evrópudómstólsins Hann segist vona að með breyttu verklagi Sjúkratrygginga verði fötluðum börnum ekki einungis veittur styrkur til lífsnauðsynlegra hjálpartækja, heldur einnig tækja sem bæti líf og lífsgæði þeirra. „Ekki einn einasti lögfræðingur af þessum sextán gat séð að þau hafa verið að fara með vitlaust mál og hafa gert árum saman,“ segir Sigurður. Nú mun fjölskyldan sækja aftur um umræddan styrk og bíða eftir úrskurði Sjúkratrygginga. Sigurður segist vera tilbúinn að fara með málið til Evrópudómstólsins, fáist ekki styrkur til kaupa á hjólinu. Hann segir það taka Sjúkratryggingar sex til átta vikur að svara slíkum beiðnum og að auki taki hjólið tíu vikur að koma til landsins. Hjólið verði þá komið í fyrsta lagi í nóvember, gangi allt eftir. „Það er náttúrlega bara galið hvað hægt er að tefja svona mál lengi,“ segir Sigurður um þá slagi sem hann hefur átt við sjúkratryggingar. „Þetta er bara svo letjandi.“ Sigurður segist vona að slagur hans við sjúkratryggingar muni ryðja veginn fyrir börn í sömu stöðu og Sunna.Sigurður Hólmar Jóhannesson Loks vekur Sigurður athygli á að fólk kynni sér sjúkdóminn sem dóttir hans er með, sem er afar sjaldgæfur. Sjálfur framleiddi hann heimildarmynd um sjúkdóminn í því skyni að fólk kynnti sér hann. Myndina má nálgast hér eða á vefsíðunni humantimebombs.com.
Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira