Ókeypis íbúðalóðir á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2023 20:05 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er að sjálfsögðu hæstánægð með íbúajölgunina á Hvammstanga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum fjölgar og fjölgar á Hvammstanga enda tvö ný hverfi í byggingu. Ástæðan er meðal annars sú að lóðir á staðnum eru ókeypis, það er engin biðlisti í leikskólann og þá er næga atvinnu að hafa á Hvammstanga. Hvammstangi í Húnaþingi vestra er einn af þessum fallegum stöðum úti á landi, sem er alltaf gaman að heimsækja. Í dag eru íbúar þar en 600 og þeim fjölgar ört því það er verið að byggja upp tvö ný hverfi á staðnum. „Hér rjúka lóðirnar út og hafa gert undanfarin ár. Það er nýbúið að taka tvo grunna og búið að úthluta lóð fyrir raðhúsi, bara allt í gangi,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra. Neðar í bænum við sjávarsíðuna er annað hverfi í uppbyggingu og þar er búið að úthluta öllum lausum lóðum. Um 600 manns búa á Hvammstanga í dag. Allar íbúðalóðir eru ókeypis. Þar er líka næga atvinnu að hafa og engin biðlisti á leikskóla staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Engu að síður þá vantar húsnæði og við þurfum að spýta í lófana þar og erum að vinna samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í þá átt. Lóðirnar eru ekki seldar því þær eru í eigu sveitarfélagsins og greidd lóðarleiga , sem er mjög hófleg. Þannig að það hjálpar til við húsbyggingar að þú þarft ekki eyða milljónum og jafnvel stundum tugum milljóna í lóðir,” segir Unnur Valborg. En það er ekki nóg með að lóðirnar kosti ekkert á Hvammstanga því þar er heldur engin biðlisti með börn í leikskóla. „Hér er bara rosalega gott að búa og íbúakannanir hafa sýnt það að fólk á Hvammstanga er einna ánægðast með sveitarfélagið sitt á landinu öllu. Hér er öflugt menningarlíf, hér er hægt að fá atvinnu og bara gott fólk, sem býr hérna,” segir kampakátur sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hvammstangi er vinsæll staður til að búa á.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnaþing vestra Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hvammstangi í Húnaþingi vestra er einn af þessum fallegum stöðum úti á landi, sem er alltaf gaman að heimsækja. Í dag eru íbúar þar en 600 og þeim fjölgar ört því það er verið að byggja upp tvö ný hverfi á staðnum. „Hér rjúka lóðirnar út og hafa gert undanfarin ár. Það er nýbúið að taka tvo grunna og búið að úthluta lóð fyrir raðhúsi, bara allt í gangi,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra. Neðar í bænum við sjávarsíðuna er annað hverfi í uppbyggingu og þar er búið að úthluta öllum lausum lóðum. Um 600 manns búa á Hvammstanga í dag. Allar íbúðalóðir eru ókeypis. Þar er líka næga atvinnu að hafa og engin biðlisti á leikskóla staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Engu að síður þá vantar húsnæði og við þurfum að spýta í lófana þar og erum að vinna samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í þá átt. Lóðirnar eru ekki seldar því þær eru í eigu sveitarfélagsins og greidd lóðarleiga , sem er mjög hófleg. Þannig að það hjálpar til við húsbyggingar að þú þarft ekki eyða milljónum og jafnvel stundum tugum milljóna í lóðir,” segir Unnur Valborg. En það er ekki nóg með að lóðirnar kosti ekkert á Hvammstanga því þar er heldur engin biðlisti með börn í leikskóla. „Hér er bara rosalega gott að búa og íbúakannanir hafa sýnt það að fólk á Hvammstanga er einna ánægðast með sveitarfélagið sitt á landinu öllu. Hér er öflugt menningarlíf, hér er hægt að fá atvinnu og bara gott fólk, sem býr hérna,” segir kampakátur sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hvammstangi er vinsæll staður til að búa á.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnaþing vestra Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira