Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 07:43 Vel fór á með þeim Sergei Shoigu, utanríkisráðherra Rússlands og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu á hersýningunni í gærkvöldi. Vísir/AP Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Þar segir að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi verið mættur auk Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og Li Hongzhong, hátt settur embættismaður í kínverska kommúnistaflokknum. Var hersýningin haldin í tilefni þess að 70 ár eru um þessa mundir síðan Norður-Kóreumenn og Suður-Kóreumenn skrifuðu undir vopnahléssamninga í Kóreustríðinu. Meðal þess sem sýnt var á hersýningunni og skrúðgöngunni voru eldflaugar landsins sem yfirvöld þar í landi hafa fullyrt að geti borið kjarnavopn. Þá sagði norður-kóreski ríkismiðillinn að til sýnis hefðu verið herdrónar sem væru þeir fyrstu sinnar tegundar sem norður-kóresk yfirvöld búa yfir. Drónarnir þykja keimlíkir Global Hawk og Reapers drónum Bandaríkjahers. Áður höfðu japönsk yfirvöld sent frá sér yfirlýsingu og varað við því að Norður-Kóreumenn yrðu æ vaxandi öryggisvandamál í Kyrrahafi. Norður-kóresk stjórnvöld hafa undanfarin ár ítrekað prófað eldflaugar sínar í grennd við Japan. Þau japönsku hyggjast eyða háum fjárhæðum í varnarmál á næstu árum, töluvert hærri fjárhæðum en undanfarin ár. Kim Jong Un and Russian defense minister Sergei Shoigu gesture back and forth to each other during a military parade in Pyongyang on Thursday. pic.twitter.com/BXYjnXt22q— NK NEWS (@nknewsorg) July 28, 2023 Norður-Kórea Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Þar segir að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi verið mættur auk Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og Li Hongzhong, hátt settur embættismaður í kínverska kommúnistaflokknum. Var hersýningin haldin í tilefni þess að 70 ár eru um þessa mundir síðan Norður-Kóreumenn og Suður-Kóreumenn skrifuðu undir vopnahléssamninga í Kóreustríðinu. Meðal þess sem sýnt var á hersýningunni og skrúðgöngunni voru eldflaugar landsins sem yfirvöld þar í landi hafa fullyrt að geti borið kjarnavopn. Þá sagði norður-kóreski ríkismiðillinn að til sýnis hefðu verið herdrónar sem væru þeir fyrstu sinnar tegundar sem norður-kóresk yfirvöld búa yfir. Drónarnir þykja keimlíkir Global Hawk og Reapers drónum Bandaríkjahers. Áður höfðu japönsk yfirvöld sent frá sér yfirlýsingu og varað við því að Norður-Kóreumenn yrðu æ vaxandi öryggisvandamál í Kyrrahafi. Norður-kóresk stjórnvöld hafa undanfarin ár ítrekað prófað eldflaugar sínar í grennd við Japan. Þau japönsku hyggjast eyða háum fjárhæðum í varnarmál á næstu árum, töluvert hærri fjárhæðum en undanfarin ár. Kim Jong Un and Russian defense minister Sergei Shoigu gesture back and forth to each other during a military parade in Pyongyang on Thursday. pic.twitter.com/BXYjnXt22q— NK NEWS (@nknewsorg) July 28, 2023
Norður-Kórea Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira