„Sagan endalausa“ í baráttunni við gróðureldana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 22:36 Viðbragðsaðilar hafa barist við gróðurelda frá upphafi eldgossins við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm/Arnar Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira