Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 18:50 Frá vinstri: Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, Kristín Heimisdóttir, Willum Þór Þórsson, Sigurður Helgi Helgason og Guðlaug Björnsdóttir við undirritun samningsins Stjórnarráðið Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að samningurinn sé til þriggja ára og taki gildi 1. september næstkomandi. Hann taki til tannréttingaþjónustu á eigin stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Undir samninginn falli bæði almennar tannréttingar barna, þar sem Sjúkratryggingar greiða tannréttingastyrk sem og nauðsynlegar tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Samhliða gildistöku samningsins muni styrkir vegna almennra tannréttinga hækka. Staða sjúklinga styrkt Í tilkynningu segir að með tilkomu samnings um tannréttingar sé staða sjúklinga styrkt verulega. Til viðbótar við aukna greiðsluþátttöku ríksins í tannréttingum kveði samningurinn á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt sé kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Fjárhæð styrks enn óákveðin Vinna við breytingar á gildandi reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar standi nú yfir og stefnt sé að því að ný reglugerð taki gildi samhliða gildistöku samningsins. Í henni muni koma fram fjárhæð styrks til almennra tannréttinga og nánari útlistun á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Samningurinn byggi á að í gildi sé samstarfsamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Slíkur samningur var undirritaður í maí á þessu ári. Dragi úr kostnaði þeirra sem á þjónustunni þurfa að halda „Þetta er mikilvægur samningur sem skapar forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins við tannréttingar og draga þannig úr kostnaði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda, í takt við áherslu ríkistjórnarinnar,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Þá er haft eftir Sigurði Helga Helgasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, að það sé ákaflega ánægjulegt að nú hafi í fyrsta sinn tekist að semja um alla þjónustu á sviði tannlækninga og skapa þannig forsendur fyrir auknum stuðningi við þá sem mest þurfa á þjónustu tannréttingasérfræðinga að halda. Heilbrigðismál Tannheilsa Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að samningurinn sé til þriggja ára og taki gildi 1. september næstkomandi. Hann taki til tannréttingaþjónustu á eigin stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Undir samninginn falli bæði almennar tannréttingar barna, þar sem Sjúkratryggingar greiða tannréttingastyrk sem og nauðsynlegar tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Samhliða gildistöku samningsins muni styrkir vegna almennra tannréttinga hækka. Staða sjúklinga styrkt Í tilkynningu segir að með tilkomu samnings um tannréttingar sé staða sjúklinga styrkt verulega. Til viðbótar við aukna greiðsluþátttöku ríksins í tannréttingum kveði samningurinn á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt sé kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Fjárhæð styrks enn óákveðin Vinna við breytingar á gildandi reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar standi nú yfir og stefnt sé að því að ný reglugerð taki gildi samhliða gildistöku samningsins. Í henni muni koma fram fjárhæð styrks til almennra tannréttinga og nánari útlistun á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Samningurinn byggi á að í gildi sé samstarfsamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Slíkur samningur var undirritaður í maí á þessu ári. Dragi úr kostnaði þeirra sem á þjónustunni þurfa að halda „Þetta er mikilvægur samningur sem skapar forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins við tannréttingar og draga þannig úr kostnaði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda, í takt við áherslu ríkistjórnarinnar,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Þá er haft eftir Sigurði Helga Helgasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, að það sé ákaflega ánægjulegt að nú hafi í fyrsta sinn tekist að semja um alla þjónustu á sviði tannlækninga og skapa þannig forsendur fyrir auknum stuðningi við þá sem mest þurfa á þjónustu tannréttingasérfræðinga að halda.
Heilbrigðismál Tannheilsa Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira