Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 15:39 Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum. Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu. Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu.
Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira