Verður af meira en 300 milljónum vegna óheppislegs slyss Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 14:15 Hines lenti í býsna óheppilegu slysi sem verður honum dýrkeypt. Getty Nyheim Hines, hlaupari hjá Buffalo Bills í NFL-deildinni, verður að líkindum af nánast öllum launum sínum á komandi leiktíð eftir óheppilegt slys í vikunni. Deila má um hversu mikla ábyrgð hann ber sjálfur á slysinu. Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots. NFL Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots.
NFL Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira