Verður af meira en 300 milljónum vegna óheppislegs slyss Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 14:15 Hines lenti í býsna óheppilegu slysi sem verður honum dýrkeypt. Getty Nyheim Hines, hlaupari hjá Buffalo Bills í NFL-deildinni, verður að líkindum af nánast öllum launum sínum á komandi leiktíð eftir óheppilegt slys í vikunni. Deila má um hversu mikla ábyrgð hann ber sjálfur á slysinu. Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sjá meira
Hines lenti í sæþotuslysi í vikunni, líkt og Vísir hefur greint frá, en gjarnan er atvinnuíþróttamönnum ráðlagt frá því að leggja líkama sinn að veði eða stunda hættulegar íþróttir. Hines tók áhættuna og fór á sæþotu en var aftur á móti kyrrstæður á skíðum sínum við höfn þegar annar skíðamaður klessti á hann á fullri ferð með þeim afleiðingum að krossband í hné Hines er að líkindum slitið og leiktíð hans lokið áður en hún hefst. Hann mun missa af komandi tímabili hjá Bills-liðinu og er nú í samningaviðræðum við félagið. Vegna þess að meiðslin áttu sér stað utan fótboltavallarins getur Bills neitað honum um laun á komandi leiktíð en vont getur versnað fyrir leikmanninn ef félagið fer fram á bætur frá honum fyrir að setja sig í hættu. Hines átti að fá laun upp á rúmlega 2,5 milljón bandaríkjadala, um 330 milljónir króna, á komandi leiktíð sem þurrkast út en þá snúa meintar viðræður um það hvort Bills eigi inni frekara fé frá Hines vegna atviksins. Hines skrifaði undir nýjan samning fyrr á þessu ári og hafði þegar fengið greidda 600 þúsund af einnar milljón dala undirskriftarbónus. Bills krefjist þess að fá hluta þess til baka og muni fresta greiðslu á 400 þúsund dölunum sem eftir standa þar til síðar. Félagið vilji einnig fá til baka 100 þúsund dali sem hann fékk í bónus fyrir að halda sér við yfir sumarið. Bills hefur þá boðist til að greiða Hines 289 þúsund dali yfir leiktíðina sem er hæsta upphæð sem má greiða leikmanni í æfingahópi. Það er tæplega einn tíundi af þeim 2,5 milljónum sem hann fengi í laun væri hann heill. Enn hefur ekki komist niðurstaða í málið en samningaviðræður standa yfir. Hines er samningsbundinn félaginu út leiktíðina 2024. Hines hefur ekki verið byrjunarliðsmaður hjá Bills en var öflugur á síðustu leiktíð og er mikilvægur hluti sérhæfðs liðs Bills (e. special teams. Á síðustu leiktíð stóð upp úr frammistaða hans gegn New England Patriots, í endurkomuleik Damar Hamlin eftir hjartaáfall hans. Þar skoraði hann tvö snertimörk með hlaupi yfir völlinn endilangan eftir að hafa tekið við upphafssparki frá Patriots.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sjá meira