Sport

Isco kominn í Real Betis eftir að hafa verið án félags í sjö mánuði

Andri Már Eggertsson skrifar
Isco á 38 A-landsleiki fyrir Spán
Isco á 38 A-landsleiki fyrir Spán Vísir/Getty

Isco er genginn í raðir spænska knattspyrnuliðsins Real Betis. Isco kemur á frjálsri sölu en hann hefur verið án félags frá því Sevilla rifti samningi hans undir lok síðast árs.

Real Betis hefur náð samkomulagi við spænska miðjumanninn Isco sem kemur á frjálsri sölu til félagsins. Sevilla og Isco komust að samkomulagi um að samningi hans yrði rift hjá félaginu eftir að hann var hjá liðinu í aðeins fjóra mánuði. Isco hefur verið án félags í rúma sjö mánuði.

 

Isco gerir eins árs samning við Real Betis og mun þar leika undir stjórn knattspyrnustjórans, Manuel Pellegrini.

Isco lék með Real Madrid frá árinu 2013-2022 þar sem hann var partur af afar sigursælu liði sem vann meðal annars Meistaradeild Evrópu fimm sinnum. Isco lék 353 leiki með Real Madrid þar sem hann skoraði 53 mörk og gaf 57 stoðsendingar.

Real Betis tilkynnti komu Isco með ansi áhugaverðu myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×