Langlokusímar Samsung þynnri og léttari en áður Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 15:05 Samsung Galaxy Z Flip 5 eru annar símanna sem opinberaðir voru í dag. AP/Ahn Young-joon Forsvarsmenn Samsung kynntu í dag nýjustu tæknivörur fyrirtækisins. Þar á meðal eru nýir langloku- og samlokusímar, snjallúr og spjaldtölvur. Galaxy Z Flip5 Meðal þess sem sýnt var á kynningu Samsung í dag var nýi samlokusíminn Galaxy Z Flip5. Framskjár símans hefur verið stækkaður svo notendur eiga að geta notað forrit á honum og jafnvel svarað skilaboðum. Innri skjárinn er 6,7 tommur að stærð, eins og hann var á síðustu kynslóðinni. Hlutföll skjásins eru 22:9, sem er ekki hefðbundið, en upplausn hans er 2640x1080 og hann er 120Hz. Myndavél símans hefur verið bætt en hún er nú tólf megapixlar í stað tíu. Örgjörvi símans er einnig betri og notar síminn nú aðra kynslóð Snapdragon 8. Þá er búið að auka minni hefðbundins síma úr 128 GB í 256 GB. Vinsluminnið er enn 8 GB. Síminn á sjást í hillum verslana þann 11. ágúst og kostar hann 999 dali erlendis. Það eru um 130 þúsund krónur. Galaxy Z Fold5 Sífellt fleiri fyrirtæki eru að hasla sér völl á sviði langlokusíma. Samsung var þó fyrsta fyrirtækið til að byrja að selja slíka síma en nýjasta kynslóð þeirra kallast Galaxy Z Fold5. Síminn er þynnri og léttari en síðasta kynslóðin var og þá eru lamirnar í honum sagðar betri en í fyrri kynslóðum. Það sést á því að síminn lokast betur en fyrri símar hafa gert. Að öðru leyti hafa ekki verið gerðar umfangsmiklar breytingar á símanum sjálfum á milli kynslóða. Aðalskjár símans er til dæmis enn 7,6 tommur að stærð, 2176x1812 og 120Hz. Rafhlaðan er sú sama og vinnsluminni er enn 12GB. Örgjörvi símans hefur verið uppfærður úr Snapdragon 8 + Gen 1 í Snapdragon 8 Gen 2. Myndavélar símans eru sömuleiðis þær sömu, að mestu leyti. Samkvæmt Gizmodo hafa þó miklar breytingar verið gerðar á notendaviðmóti símans og eru þær sagðar vera mjög jákvæðar. Hægt er að keyra fleiri forrit í einu og stilla stærð mismunandi forrita á skjánum. Önnur breyting er að síminn kostar ekki tvö þúsund dali eins og sá síðasti, heldur 1.800 dali. Óljóst er hvernig sú verðlækkun mun skila sér til Íslands en 1.800 dalir eru tæpar 240 þúsund krónur. Galaxy Watch 6 Á kynningu Samsung leit nýtt snjallúr einnig dagsins ljós. Það er Galaxy Watch 6. Úrið færst í nokkrum útgáfum. Helsta útgáfan fæst í stærðunum 44mm og 40mm. Svo er Classic sem verður fáanlegt í 43mm og 47mm. Galaxy Tab S9 Samsung kynnti einnig nýja kynslóð spjaldtölva, sem kallast Galaxy Tab S9. Tölvurnar eru í þremur útgáfum en það eru Tab S9, Tab S9 Plus og Tab S9 Ultra. Allar eru þær með OLED skjái og nýja örgjörva, eða Snapdragon 8 Gen 2. Að öðru leyti eru spjaldtölvurnar svipaðar því sem var. Tab S9 er ellefu tommu, S9 Plus er 12,4 og S9 Ultra 14,6 tommur. Samsung Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Galaxy Z Flip5 Meðal þess sem sýnt var á kynningu Samsung í dag var nýi samlokusíminn Galaxy Z Flip5. Framskjár símans hefur verið stækkaður svo notendur eiga að geta notað forrit á honum og jafnvel svarað skilaboðum. Innri skjárinn er 6,7 tommur að stærð, eins og hann var á síðustu kynslóðinni. Hlutföll skjásins eru 22:9, sem er ekki hefðbundið, en upplausn hans er 2640x1080 og hann er 120Hz. Myndavél símans hefur verið bætt en hún er nú tólf megapixlar í stað tíu. Örgjörvi símans er einnig betri og notar síminn nú aðra kynslóð Snapdragon 8. Þá er búið að auka minni hefðbundins síma úr 128 GB í 256 GB. Vinsluminnið er enn 8 GB. Síminn á sjást í hillum verslana þann 11. ágúst og kostar hann 999 dali erlendis. Það eru um 130 þúsund krónur. Galaxy Z Fold5 Sífellt fleiri fyrirtæki eru að hasla sér völl á sviði langlokusíma. Samsung var þó fyrsta fyrirtækið til að byrja að selja slíka síma en nýjasta kynslóð þeirra kallast Galaxy Z Fold5. Síminn er þynnri og léttari en síðasta kynslóðin var og þá eru lamirnar í honum sagðar betri en í fyrri kynslóðum. Það sést á því að síminn lokast betur en fyrri símar hafa gert. Að öðru leyti hafa ekki verið gerðar umfangsmiklar breytingar á símanum sjálfum á milli kynslóða. Aðalskjár símans er til dæmis enn 7,6 tommur að stærð, 2176x1812 og 120Hz. Rafhlaðan er sú sama og vinnsluminni er enn 12GB. Örgjörvi símans hefur verið uppfærður úr Snapdragon 8 + Gen 1 í Snapdragon 8 Gen 2. Myndavélar símans eru sömuleiðis þær sömu, að mestu leyti. Samkvæmt Gizmodo hafa þó miklar breytingar verið gerðar á notendaviðmóti símans og eru þær sagðar vera mjög jákvæðar. Hægt er að keyra fleiri forrit í einu og stilla stærð mismunandi forrita á skjánum. Önnur breyting er að síminn kostar ekki tvö þúsund dali eins og sá síðasti, heldur 1.800 dali. Óljóst er hvernig sú verðlækkun mun skila sér til Íslands en 1.800 dalir eru tæpar 240 þúsund krónur. Galaxy Watch 6 Á kynningu Samsung leit nýtt snjallúr einnig dagsins ljós. Það er Galaxy Watch 6. Úrið færst í nokkrum útgáfum. Helsta útgáfan fæst í stærðunum 44mm og 40mm. Svo er Classic sem verður fáanlegt í 43mm og 47mm. Galaxy Tab S9 Samsung kynnti einnig nýja kynslóð spjaldtölva, sem kallast Galaxy Tab S9. Tölvurnar eru í þremur útgáfum en það eru Tab S9, Tab S9 Plus og Tab S9 Ultra. Allar eru þær með OLED skjái og nýja örgjörva, eða Snapdragon 8 Gen 2. Að öðru leyti eru spjaldtölvurnar svipaðar því sem var. Tab S9 er ellefu tommu, S9 Plus er 12,4 og S9 Ultra 14,6 tommur.
Samsung Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira