Hjólar í eigin aðdáendur Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:48 Doja Cat virðist ekki vera ýkja hrifin af sínum eigin aðdáendum. EPA/JUSTIN LANE Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati. Hollywood Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati.
Hollywood Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira