Hjólar í eigin aðdáendur Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:48 Doja Cat virðist ekki vera ýkja hrifin af sínum eigin aðdáendum. EPA/JUSTIN LANE Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati. Hollywood Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati.
Hollywood Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira