Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júlí 2023 17:01 Fyrrverandi nágranni Elísabetar hefur þegar merkt stíginn. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. „Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann. Skipulag Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
„Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira