Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júlí 2023 17:01 Fyrrverandi nágranni Elísabetar hefur þegar merkt stíginn. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. „Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann. Skipulag Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
„Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira