„Ég var með einhverja Súperman-stæla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2023 08:00 Martin er á batavegi en flýtir sér hægt í langþráðu landsliðsverkefni. Getty Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands. „Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Hnéð er að bregðast hrikalega vel við, það er mjög jákvætt. Ég var í Belgíu í viku í stífum æfingum, tvisvar á dag og að reyna að púsla þessu öllu rétt saman. Ég er mjög sáttur við hnéð eins og það er akkúrat núna,“ segir Martin um stöðuna á sér. Valencia brást snarlega við eftir að Martin meiddist þar sem einkalæknir tennisstjörnunar Rafaels Nadal var fenginn að borðinu. Hann er þakklátur traustinu frá liðinu og verður fyrirliði þess á komandi leiktíð. „Þeir eru búnir að sjá hrikalega vel um mig. Ég reyndar borgaði sjálfur þessa Belgíuferð, en þeir eru búnir að vera eins og klettar við bakið á mér og það kannski sýnir sig í því að þeir halda mér fyrir næsta tímabil þegar allt liðið er að hverfa og búið að gera mig að fyrirliða og svona, þannig að þetta eru spennandi tímar.“ Fór aðeins fram úr sér Belgíuferðin sé hins vegar afleiðing þess að hann hafi farið heldur geyst af stað í vor. „Þetta eru þannig meiðsli að það þarf að sinna þessu svolítið. Ég var kannski með einhverja Súperman-stæla þarna í vetur og ætlaði að koma þvílíkt hratt til baka. Ég fór kannski aðeins og snemma af stað og er að gjalda fyrir það núna. Ég þarf bara að taka afleiðingunum og sinna þessu eins vel og ég get,“ segir Martin. Vegna þessa fari varlega í sakirnar í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mun taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í águst. „Núna er ég bara svolítið að sjá hvernig skrokkurinn bregst við. Ef það er allt í góðu þá verð ég með en ef þetta fer að verða eitthvað vesen þá ætla ég ekki að taka neina sénsa þar sem að Valencia borgar reikningana,“ segir Martin. Varla komist í landsliðsverkefni síðustu ár Martin langar hins vegar eindregið til að spila þar sem hann hefur lítið komist í landsliðsverkefni undanfarin ár. Síðustu tólf mánuðina hefur það verið vegna meiðsla en þar á undan vegna leikja í Euroleague með félagsliðum hans sem hafa skarast á við landsliðsverkefnin. „Mig langar svo hrikalega að spila. Síðustu fimm ár eru búin að vera erfið með landsliðinu, fyrir mig persónulega. Ég get einhvern veginn aldrei tekið þátt svo hungrið er rosalega mikið að spila með þessum strákum og vera í kringum þá,“ „Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að vera með en svo þarf maður auðvitað að vera skynsamur,“ segir Martin. Þú ferð varlega í sakirnar? „Ég fer alltaf varlega í allt saman, þú þekkir það,“ segir Martin að lokum og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Spænski körfuboltinn Landslið karla í körfubolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum