Óvæntur og sögulegur sigur á HM kvenna í morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:36 Sarina Bolden fagnar sigurmarki sínu í nótt. Sögulegt mark sem tryggði sögulegan sigur. Getty/Catherine Ivill Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta hófst með óvæntum sigri Nýsjálendinga og önnur umferð riðlakeppninnar hófst með óvæntu tapi Nýsjálendinga í nótt. Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira