Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir.
Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár.
Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd
— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023
Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring.
Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn.
Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum.
„Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“
Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi.
Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti.
Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli
— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023