Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 13:19 Vilhjálmur gagnrýnir starfslokasamning Birnu Einarsdóttur harðlega en Birna fær 56,6 milljónir fyrir að láta af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás. „Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira