Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 10:30 Alexandra Popp fagnar marki í sigri Þýskalands á Marokkó í dag. Getty/Robert Cianflone Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira