Innherji

Teva eykur sam­starf sitt við Al­vot­ech og kaupir víkjandi bréf fyrir fimm milljarða

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessman forstjóri Alvotech, en fjárfestingafélag hans er stærsti hluthafi líftæknilyfjafyrirtækisins.
Róbert Wessman forstjóri Alvotech, en fjárfestingafélag hans er stærsti hluthafi líftæknilyfjafyrirtækisins. NASDAQ

Alþjóðlegi lyfjarisinn Teva, sem er með samkomulag um sölu og markaðssetningu í Bandaríkjunum á stærsta lyfi Alvotech, hefur ákveðið að auka enn frekar samstarf sitt við íslenska félagið vegna fleiri líftæknilyfjahliðstæðna og eins að fjárfesta í víkjandi skuldabréfabréfum með breytirétti í hlutabréf fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða. Alvotech hyggst sækja sér til viðbótar hundrað milljónir dala með útgáfu breytanlegra skuldabréfa en fjárfestingafélag Róberts Wessman hefur skuldbundið sig til að kaupa öll þau bréf sem ekki seljast í útboðinu.


Tengdar fréttir

Sjóðstjórar í ólgu­sjó þegar þeim var reitt þungt högg við verð­hrun Al­vot­ech

Íslenskir hlutabréfasjóðir hafa orðið fyrir þungu höggi eftir að gengi Alvotech, sem þar til fyrir skemmstu var verðmætasta fyrirtækið á markaði, hefur fallið um 36 prósent á aðeins sjö  viðskiptadögum. Sjóðir Akta, einkum vogunarsjóðir í stýringu félagsins, höfðu meðal annars byggt upp verulega stöðu á skömmum tíma sem nam vel yfir fimm milljörðum króna daginn áður en tilkynnt var um að FDA myndi ekki veita Alvotech markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf að svo stöddu. Greining Innherja á umfangi innlendra fjárfesta og sjóða í hluthafahópi Alvotech leiðir meðal annars í ljós að skuldsetning að baki hlutabréfastöðum í félaginu virðist hafa verið fremur hófleg.

Lækkar verð­mat á Al­vot­ech vegna ó­vissu um inn­komu á Banda­ríkja­markað

Ólíklegt er að Alvotech takist að standa við áður yfirlýst áform um að hefja sölu á sínu stærsta lyfi í Bandaríkjunum um mitt þetta ár heldur má ætla að FDA muni ekki samþykkja umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrr en í desember. Þær tafir valda því að greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley hafa lækkað verðmat sitt á íslenska líftæknifyrirtækinu um 40 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×