„Vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik" Ásgeir Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2023 22:45 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut gegn Fram. Valur komst snemma yfir og bar mikla yfirburði í upphafi en spilamennskan dalaði svo töluvert í seinni hálfleiknum, þeim tókst þó að halda þetta út og klára leikinn 1-0. Valsmenn koma sér með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. „Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira