Færeyingar segja grindhvaladráp í samræmi við lög um dýravelferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 16:00 Farþegarnir voru í áfalli efir að hafa horft upp á fjörutíu grindhvali rekna upp í fjöru og drepna með krókum og sveðjum. EPA Færeyska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu til þess að verja grindhvaladráp. Ferðamenn á bresku skemmtiferðaskipi urðu nýlega vitni að drápunum og vakti það óhug hjá mörgum. „Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
„Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira