Jon Rahm kom sér aftur á kortið með frábærum hring þar sem hann lék á 63 höggum sem var ellefu höggum minna en hann gerði á fyrsta degi mótsins. Hringur Jon Rahm var ekki bara hans besti heldur setti hann met þar sem þetta var lægsti hringur í sögu Royal-vallarins, Hoylake eins og hann er kallaður á Opna breska.
History for Jon Rahm.
— The Open (@TheOpen) July 22, 2023
A Hoylake record 63 on moving day. pic.twitter.com/2BAvxiarFl
Jon Rahm krækti í átta fugla og er í góðum séns á að vinna mótið en hann er á sex undir pari fyrir loka hringinn.
Rickie Fowler lék sinn besta hring á mótinu í dag. Etir að hafa spilað á 72 og 73 þremur höggum fyrstu tvo dagana svaraði Rickie Fowler fyrir sig og spilaði á 67 höggum.
Rickie Fowler is flying.
— The Open (@TheOpen) July 22, 2023
He's playing his way back into the mix. pic.twitter.com/r7FAoc6beV
Rory McIlroy átti einnig sinn besta hring á mótinu. Mcllroy byrjaði á að fá þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Eftir fyrstu fimm holurnar fékk Mcllroy tólf pör og einn skolla.