Slagsmál á Gothia Cup annan daginn í röð og nú voru foreldrar með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 08:00 Gothia Cup í Gautaborg á að snúast um fótbolta og gleði en er að færa heiminum alltaf mikið af leiðinlegum fréttum síðustu daga. Hér fagna ungir drengir sigri á mótinu fyrir nokkrum árum en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Julia Reinhart Kalla þurfti á lögreglu annan daginn í röð eftir að slagsmál brutust út á barna- og unglingamótinu Gothia Cup í Svíþjóð. Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023 Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023
Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31