Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME
Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi.
Tengdar fréttir
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka
Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar.
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka „í ljósi atburða síðustu daga“
Stjórn Kviku banka telur ekki forsendur til þess að halda áfram viðræðum um mögulegan samruna við Íslandsbanka, sem hafa staðið yfir síðustu mánuði, og hefur því slitið þeim. Ekki var búið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um skiptihlutföll.
Erlendir fjárfestar ekki átt stærri hlut í Íslandsbanka frá skráningu
Á sama tíma og Capital Group lauk við sölu á eftirstandandi hlutum sínum í Marel fyrr í þessum mánuði hefur bandaríski sjóðastýringarrisinn haldið áfram að stækka við stöðu sína í Íslandsbanka en samanlagður eignarhlutur erlendra sjóða í bankanum er nú farinn að nálgast tíu prósent. Samkvæmt nýju verðmati er bankinn metinn á liðlega 19 prósent yfir núverandi markaðsgengi.