Metfjöldi sá Matildurnar byrja á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 12:02 Sigurmarki dagsins fagnað. Robert Cianflone/Getty Images Ástralía lagði Írland með einu marki gegn engu í fyrsta leik liðanna á HM kvenna í knattspyrnu. Aldrei hafa fleiri komið saman til að horfa á kvennaknattspyrnu í Ástralíu. Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59