Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 10:40 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur á gosstöðvunum í gær. Arnar Halldórsson Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. „Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
„Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10