Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 10:40 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur á gosstöðvunum í gær. Arnar Halldórsson Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. „Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
„Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10