„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Kristinn Haukur Guðnason og Kristján Már Unnarsson skrifa 19. júlí 2023 21:42 Ármann segir að erfitt hefði verið að finna fólkið sem stóð undir gígnum ef hann hefði hrunið ofan á það. Arnar Halldórsson Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira