„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Kristinn Haukur Guðnason og Kristján Már Unnarsson skrifa 19. júlí 2023 21:42 Ármann segir að erfitt hefði verið að finna fólkið sem stóð undir gígnum ef hann hefði hrunið ofan á það. Arnar Halldórsson Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira