Fótbolti

Allir á haus í nýrri frá­bærri Nike aug­lýsingu fyrir HM kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Kerr fagnar sigurmarki sínu fyrir Chelsea í bikarúrslitaleiknum á móti Manchester United á Wembley.
Sam Kerr fagnar sigurmarki sínu fyrir Chelsea í bikarúrslitaleiknum á móti Manchester United á Wembley. Getty/Ryan Pierse

Ástralir eru hreinlega að missa sig yfir komandi heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fer fram í landinu. Miðarnir rjúka út og heimafólk hefur mikla trú á ástralska landsliðinu.

HM hefst á morgun en fyrsti leikurinn sem fer fram í Ástralíu er leikur heimakvenna og Írlands á Stadium Australia í Sydney en það verða meira en áttatíu þúsund áhorfendur á leiknum.

Stærsta stjarna Ástrala er ein stærsta stjarna heims en það Sam Kerr sem er fram hjá hjá Englands- og bikarmeisturum Chelsea.

Kerr er í aðalhlutverki í nýrri frábærri Nike auglýsingu fyrir HM kvenna. Þar er mikið gert úr fagnaðarlátum Kerr en hún fagnar oft mörkum sínum með því að taka heljarstökk.

Kerr er mikill markaskorari og hefur unnið tvo gullskó í ensku úrvalsdeildinni á síðustu þremur tímabilum.

Hún skoraði alls 29 mörk í 38 leikjum í öllum keppnum á nýloknu tímabili þar á meðal sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum á Wembley. Kerr tók einmitt heljarstökk eftir það mark.

Kerr er langmarkahæsta landsliðskona Ástrala frá upphafi með 63 mörk í 121 landsleik en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslitin á HM.

Hér fyrir neðan má sjá þessa flottu auglýsingu fyrir HM kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×