Farþegar þurftu að horfa upp á grindhvaladráp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 13:46 Farþegarnir voru í losti eftir að hafa orðið vitni að drápunum. EPA Breska skemmtiferðaskipafélagið Ambassador Cruise Lines hefur beðið farþega sína afsökunar fyrir að láta þá verða vitni að grindhvaladrápi. Meirihluti farþeganna var í uppnámi eftir atvikið. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna. Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
„Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna.
Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira