Enski boltinn

Giggs sýknaður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ryan Giggs hefur verið sýknaður.
Ryan Giggs hefur verið sýknaður. Cameron Smith/Getty Images

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið sýknaður af ákærum um heimilisofbeldi.

Hinn 49 ára gamli Giggs varð á sínum tíma 13 sinnum Englandsmeistari og tvívegis Evrópumeistari með man United. Hann var landsliðsþjálfari Wales þegar Kate Greville kærði hann fyrir að beita sig andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Hann sagði starfi sínu lausu í júní á síðasta ári.

Í dag felldi dómarinn Hilary Manley málið niður og lýsti því yfir að Giggs væri saklaus í öllum þremur ákæruliðum. Upprunalega var réttað í málinu á síðasta ári en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu og í september síðastliðinn var ákveðið að rétta þyrfti aftur í málinu. Í maí á þessu ári lýsti Greville því yfir að hún vildi ekki bera vitni á nýjan leik þar sem hún væri andlega búin á því og fannst á sér brotið.

Þar sem Greville vildi ekki bera vitni ákvað dómari málsins að fella það niður og lýsa því yfir að Giggs væri saklaus af öllum ákærum. Hann hafði verið ásakaður um að beita Greville andlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð sem og hann á að hafa skallað hana einu sinni eftir rifrildi þeirra á milli.


Tengdar fréttir

Réttar­höldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum sak­sóknara

Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni

Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×