„Tækifæri að byggja upp eitthvað nýtt og byrja að skapa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. júlí 2023 10:00 Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfaði áður Erlangen, sem var fimmta liðið sem hann stýrði í Þýskalandi, en tók við Kadetten Schaffhausten í Sviss árið 2020. Hann hóf störf hjá Minden fyrir skömmu. Vísir/Getty Aðalsteinn Eyjólfsson tók nú í sumar við þjálfun þýska handknattleiksliðsins Minden. Hann er á sínu fimmtánda ári sem þjálfari erlendis og segist verða meira opinn fyrir því að semja við íslenska leikmenn eftir því sem hann er lengur úti. Aðalsteinn Eyjólfsson hefur marga fjöruna sopið sem handknattleiksþjálfari. Hann gerði kvennalið ÍBV að þreföldum meisturum árið 2005 og síðan haustið 2008 hefur hann þjálfað erlendis. Hann hefur þjálfað lið í neðri deildum Þýskalands, Eisenach og Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni. Síðan árið 2020 var Aðalsteinn við stjórnvölinn hjá svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen og gerði liðið að meisturum þar í landi síðustu tvö árin. Nú bíður hans hins vegar ný áskorun því hann er nýtekinn við þýska liðinu Minden sem féll úr úrvalsdeildinni nú í vor. „Við byrjuðum á þriðjudag og erum búnir að vera í testum, fjölmiðlavinnu og ljósmyndun sem fylgir þessu. Við byrjuðum í bolta í dag,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi fyrir helgi. Þegar Aðalsteinn skrifaði undir hjá Minden var liðið í fallbaráttu í úrvalsdeildinni og hann segist vissulega hafa vonast eftir að liðið myndi halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Hann sér þó tækifæri til uppbygginar í stöðunni. „Minden hafði undanfarin 2-3 ár alltaf tekist að bjarga sér einhvern veginn. Ég var að vona að þeim myndi takast það aftur. Það er oft þannig þegar þú dansar á línunni að þá er ekki alltaf ævintýralegur endir í lokin sem er þér í hag. Einhvern tíman lendir þú í þessu. Ég vonaðist til að vera að fara í Bundesliguna fyrstu.“ „Á móti kemur að þetta er líka tækifæri að byggja upp eitthvað nýtt og byrja að skapa. Það er oft einfaldara að byrja það í annarri deildinni en úrvalsdeildinni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá og halda vel á spöðunum.“ „Miklar breytingar á hugmyndafræði og skipulagi liðsins“ GWD Minden er sögufrægt félag sem fjórum sinnum hefur orðið meistari frá stofnun þess árið 1924. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með liðinu. Landsliðþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu árin 2005-2007 og nú eru tveir Íslendingar á mála hjá félaginu, þeir Sveinn Jóhannsson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Aðalsteinn er óhræddur að segja að miklar breytingar séu framundan en hann segir liðið auðvitað fara inn í mótið með það að markmiði að fara upp í úrvalsdeild. „Við gerum okkur grein fyrir því líka að svona verkefni getur tekið 1-2 ár, að búa til grunn svo verkefnið eigi möguleika á að halda sér. Ég er að koma nýr inn og það eiga eftir að verða miklar breytingar á hugmyndafræði og skipulagi liðsins sem tekur alltaf tíma að laga til.“ „Það er í mörg horn að líta og það er því miður ekki þannig að það er hægt að mæta á svæðið og veifa sprotið og allt fer að rúlla. Þetta er hörku vinna og hún er bara að byrja núna.“ Töluverðar breytingar verða á leikmannahópnum á milli tímabila en Bjarni Ófeigur er einn af nýju leikmönnunum. Hann kom frá IFK Skövde í Svíþjóð. „Það fóru 8-9 leikmenn út úr liðinu og það eru að koma sex nýir inn núna í lykilstöðum. Það er alltaf þannig þegar þú tekur mikið úr útilínu hjá liðum og að fikta í varnarleiknum þá tekur það tíma.“ Hann segist fylgjast með íslenskum leikmönnum og að fljótlega verði farið að skoða leikmannahópinn fyrir tímabilið 2024-25. „Ég skoða alltaf markaðinn og ég er alltaf meira og meira opinn fyrir því [að semja við Íslendinga] eftir því sem ég er lengur hérna úti. Við skoðuðum unga og efnilega menn og fylgjumst með almennt á markaðnum hvað er skynsamlegt fyrir okkur og leikmennina. Nú erum við búnir að klára leikmannamálin fyrir þennan vetur og í ágúst eða september byrjum við að skoða hópinn fyrir næsta tímabil. Það eru margir spennandi leikmenn sem maður kemur til með að skoða.“ „Ekkert í líkingu við það sem Þjóðverjarnir bjóða upp á“ Eins og áður segir þekkir Aðalsteinn vel til í Þýskalandi. Hann segir að Evrópukeppni með Kadetten Schaffhausen hafi verið spennandi verkefni en að í Þýskalandi sé meiri fjölmiðlaumfjöllun og betri áhorfendakúltúr. „Ég er ekki að fara í eitthvað sem ég þekki ekki. Ég er á fimmtánda ári og veit nákvæmlega hvað ég er að fara út í. Ég þekki aðra deildina vel og líka úrvalsdeildina. Svissneska deildin hefur sinn sjarma og margt spennandi að gerast. Það gæti orðið jákvætt á næstum árum hvernig þeir þróa sig áfram. Heilt yfir er þetta ólíkt. Það sem var spennandi í Sviss var Evrópukeppnin með Kadetten. Það var gríðarlega skemmtileg keppni og gaman að taka þátt í henni,“ en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vor eftir naumt tap gegn Fusche Berlin í 8-liða úrslitum. „Hér eru gæðin í heildina meiri en í Sviss. Þú ert með fleiri góð lið og meiri hefð. Meiri umfjöllun og meiri áhorfendafjöldi heldur en var í Sviss. Það er kannski helst sem vantar. Meiri áhorfendakúltur og fjölmiðlaumfjöllun. Þó hún sé allt í lagi þá er hún ekkert í líkingu við það sem Þjóðverjarnir bjóða upp á.“ Þýski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Aðalsteinn Eyjólfsson hefur marga fjöruna sopið sem handknattleiksþjálfari. Hann gerði kvennalið ÍBV að þreföldum meisturum árið 2005 og síðan haustið 2008 hefur hann þjálfað erlendis. Hann hefur þjálfað lið í neðri deildum Þýskalands, Eisenach og Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni. Síðan árið 2020 var Aðalsteinn við stjórnvölinn hjá svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen og gerði liðið að meisturum þar í landi síðustu tvö árin. Nú bíður hans hins vegar ný áskorun því hann er nýtekinn við þýska liðinu Minden sem féll úr úrvalsdeildinni nú í vor. „Við byrjuðum á þriðjudag og erum búnir að vera í testum, fjölmiðlavinnu og ljósmyndun sem fylgir þessu. Við byrjuðum í bolta í dag,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi fyrir helgi. Þegar Aðalsteinn skrifaði undir hjá Minden var liðið í fallbaráttu í úrvalsdeildinni og hann segist vissulega hafa vonast eftir að liðið myndi halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Hann sér þó tækifæri til uppbygginar í stöðunni. „Minden hafði undanfarin 2-3 ár alltaf tekist að bjarga sér einhvern veginn. Ég var að vona að þeim myndi takast það aftur. Það er oft þannig þegar þú dansar á línunni að þá er ekki alltaf ævintýralegur endir í lokin sem er þér í hag. Einhvern tíman lendir þú í þessu. Ég vonaðist til að vera að fara í Bundesliguna fyrstu.“ „Á móti kemur að þetta er líka tækifæri að byggja upp eitthvað nýtt og byrja að skapa. Það er oft einfaldara að byrja það í annarri deildinni en úrvalsdeildinni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá og halda vel á spöðunum.“ „Miklar breytingar á hugmyndafræði og skipulagi liðsins“ GWD Minden er sögufrægt félag sem fjórum sinnum hefur orðið meistari frá stofnun þess árið 1924. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með liðinu. Landsliðþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu árin 2005-2007 og nú eru tveir Íslendingar á mála hjá félaginu, þeir Sveinn Jóhannsson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Aðalsteinn er óhræddur að segja að miklar breytingar séu framundan en hann segir liðið auðvitað fara inn í mótið með það að markmiði að fara upp í úrvalsdeild. „Við gerum okkur grein fyrir því líka að svona verkefni getur tekið 1-2 ár, að búa til grunn svo verkefnið eigi möguleika á að halda sér. Ég er að koma nýr inn og það eiga eftir að verða miklar breytingar á hugmyndafræði og skipulagi liðsins sem tekur alltaf tíma að laga til.“ „Það er í mörg horn að líta og það er því miður ekki þannig að það er hægt að mæta á svæðið og veifa sprotið og allt fer að rúlla. Þetta er hörku vinna og hún er bara að byrja núna.“ Töluverðar breytingar verða á leikmannahópnum á milli tímabila en Bjarni Ófeigur er einn af nýju leikmönnunum. Hann kom frá IFK Skövde í Svíþjóð. „Það fóru 8-9 leikmenn út úr liðinu og það eru að koma sex nýir inn núna í lykilstöðum. Það er alltaf þannig þegar þú tekur mikið úr útilínu hjá liðum og að fikta í varnarleiknum þá tekur það tíma.“ Hann segist fylgjast með íslenskum leikmönnum og að fljótlega verði farið að skoða leikmannahópinn fyrir tímabilið 2024-25. „Ég skoða alltaf markaðinn og ég er alltaf meira og meira opinn fyrir því [að semja við Íslendinga] eftir því sem ég er lengur hérna úti. Við skoðuðum unga og efnilega menn og fylgjumst með almennt á markaðnum hvað er skynsamlegt fyrir okkur og leikmennina. Nú erum við búnir að klára leikmannamálin fyrir þennan vetur og í ágúst eða september byrjum við að skoða hópinn fyrir næsta tímabil. Það eru margir spennandi leikmenn sem maður kemur til með að skoða.“ „Ekkert í líkingu við það sem Þjóðverjarnir bjóða upp á“ Eins og áður segir þekkir Aðalsteinn vel til í Þýskalandi. Hann segir að Evrópukeppni með Kadetten Schaffhausen hafi verið spennandi verkefni en að í Þýskalandi sé meiri fjölmiðlaumfjöllun og betri áhorfendakúltúr. „Ég er ekki að fara í eitthvað sem ég þekki ekki. Ég er á fimmtánda ári og veit nákvæmlega hvað ég er að fara út í. Ég þekki aðra deildina vel og líka úrvalsdeildina. Svissneska deildin hefur sinn sjarma og margt spennandi að gerast. Það gæti orðið jákvætt á næstum árum hvernig þeir þróa sig áfram. Heilt yfir er þetta ólíkt. Það sem var spennandi í Sviss var Evrópukeppnin með Kadetten. Það var gríðarlega skemmtileg keppni og gaman að taka þátt í henni,“ en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vor eftir naumt tap gegn Fusche Berlin í 8-liða úrslitum. „Hér eru gæðin í heildina meiri en í Sviss. Þú ert með fleiri góð lið og meiri hefð. Meiri umfjöllun og meiri áhorfendafjöldi heldur en var í Sviss. Það er kannski helst sem vantar. Meiri áhorfendakúltur og fjölmiðlaumfjöllun. Þó hún sé allt í lagi þá er hún ekkert í líkingu við það sem Þjóðverjarnir bjóða upp á.“
Þýski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti