Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 22:48 Frá eyjunni La Palma þar sem íbúar hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. EPA Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Danmörk og tilheyrandi smurbrauð, „hygge“ og hjólastígar taki yfir Kaliforníu Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjá meira
Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap
Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Danmörk og tilheyrandi smurbrauð, „hygge“ og hjólastígar taki yfir Kaliforníu Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjá meira
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37