Sport

Allt í steik í Tour de France eftir stórt óhapp

Siggeir Ævarsson skrifar
Svo til öll keppnislið á mótinu áttu keppendur sem lentu í árekstrinum
Svo til öll keppnislið á mótinu áttu keppendur sem lentu í árekstrinum Skjáskot Youtube

Stöðva þurfti keppni á Tour de France hjólreiðamótinu í morgun í tæpan hálftíma eftir að óhapp varð til þess að tugir keppenda lentu í árekstri og nokkrir meiddust alvarlega og þurftu frá að hverfa.

Töluverð óreiða skapaðist í kjölfarið á óhappinu og þurftu margir keppendur á læknisaðstoð að halda. Fjölmargir hættu keppni í kjölfarið, annað hvort vegna meiðsla eða af öðrum sökum, en enn voru 144 km eftir af þessum hluta keppninnar þegar óhappið átti sér stað.

Hinn franski Romain Bardet var fluttur burt á sjúkrabörum og hefur eðli málsins samkvæmt lokið keppni í árVísir/EPA

Á vefsíðu Eurosport má sjá upptöku af óhappinu en öll liðin í keppninni, nema Totalenergies, áttu keppendur sem óhappið hafði áhrif á. 

Hinn breski James Shaw fékk stóran skurð á hné og þurfti að draga sig úr keppni. Vísir/EPA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×