Lífið

Kúkaði á sig á miðjum tón­leikum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Joe Jonas á tónleikum í New York. Hann kúkaði þó ekki á sig á þessum tónlleikum heldur öðrum sem haldnir voru fyrir fjórum árum síðan.
Joe Jonas á tónleikum í New York. Hann kúkaði þó ekki á sig á þessum tónlleikum heldur öðrum sem haldnir voru fyrir fjórum árum síðan. EPA/Saray Yenesel

Tónlistarmaðurinn Joe Jonas, þriðjungur þríeykisins Jonas Brothers, segist hafa kúkað á sig á miðjum tónleikum. Hann segist verið klæddur í hvít föt þegar það gerðist og þess vegna þurft að drífa sig baksviðs og skipta um föt.

Jonas opnaði sig um þetta atvik í ástralska útvarpsþættinum Will & Woody. Þar var hann beðinn um að segja sögu sem hann hafði aldrei sagt neinum áður. Þar sagðist hann hafa verið að tala um það með vinum sínum hvenær þeir kúkuðu síðast á sig.

Sjálfur hafi Jonas síðast kúkað á sig á sviði fyrir fjórum árum. Hann hafi náð að bjarga sér með því að drífa sig í búningaskipti, áður en þau áttu að eiga sér stað. „Við getum sagt að þetta hafi verið slæmur dagur til að ákveða að klæðast hvítu,“ segir hann.

„Þetta er saga sem ég hef aldrei sagt neinum og þetta er líka bara hluti af lífinu.“

Þá sagði hann að það væri ábyggilega til myndbönd af honum á sviðinu þar sem hann klæðist hvítum buxum og svo allt í einu einhverju öðru. „Ég er viss um að ég gæti fundið það.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónlistarmaður opnar sig um að hafa kúkað á sig á miðjum tónleikum. Íslenski tónlistarmaðurinn Mugison rifjaði það upp í Tónlistarmönnunum okkar fyrr á þessu ári. Hann brást þó aðeins öðruvísi við en Jonas bróðirinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.