Ættum að marka stefnu um uppbyggingu gagnavera eins og hin Norðurlöndin
![„Samkeppnisumhverfið er áskorun. Noregur markaði stefnu árið 2018 um að sækja aukin viðskipti í gagnaversiðnaði,“ segir Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center.](https://www.visir.is/i/03DA598F2E2EFEFB4CDF90C0DEB6B4814AD703F7EA40B761CE88109220A98919_713x0.jpg)
Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja.