Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 10:01 Hressir strákar sem spiluðu á N1-mótinu um síðustu helgi. Skjáskot N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina. Sumarmótin Akureyri Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina.
Sumarmótin Akureyri Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira