Segja samveruna skemmtilegasta á skátamóti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 21:00 Skátarnir voru heppnir með veður við Úlfljótsvatn í dag. sigurjón ólason Hátt í tvö hundruð skátar alls staðar að af landinu eru samankomnir á skátamóti í sól og blíðu við Úlfljótsvatn. Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell. Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell.
Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira