Segja samveruna skemmtilegasta á skátamóti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 21:00 Skátarnir voru heppnir með veður við Úlfljótsvatn í dag. sigurjón ólason Hátt í tvö hundruð skátar alls staðar að af landinu eru samankomnir á skátamóti í sól og blíðu við Úlfljótsvatn. Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell. Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell.
Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira