Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Íris Hauksdóttir skrifar 13. júlí 2023 20:01 Aldís og Kolbeinn kynntust við tökur á sjónvarpsþáttunum Svörtu sandar og hafa verið saman síðan. aðsend Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum. Aldís og Kolbeinn höfðu aldrei hist fyrr en í prufu fyrir þættina, þrátt fyrir að þau hefðu hrærst í sömu hringjum í mörg ár. Hún segir fáranlegt að vegir þeirra Kolbeins hafi ekki legið fyrr saman. Aldís og Kolbeinn í hlutverkum sínum sem Aníta og Salómon í Svörtu söndum. aðsend Í þáttunum léku þau æskuástirnar Anítu og Salómon sem kynnast upp á nýtt á fullorðinsárunum. Aldís segir þó fagmennskuna hafa verið í fyrirrúmi á meðan á tökum stóð en fyrsti alvöru kossinn hafi verið í lokahófinu eftir að tökum lauk. Fyrsti kossinn var í lokahófi Svörtu sanda. aðsend Hér fyrir neðan svarar Aldís spurningum í viðtalsliðunum Ást er. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að ég sé skikkuð í að spila tölvuleiki á meðan að Kolli eldar þriggja rétta veislumat fyrir okkur. Það er algjört love-language fyrir mig. Svo segir Kolbeinn að ég sé ekki rómantísk. Ástartungumál að mati Aldísar er að vera skikkuð til þess að horfa á tölvuleiki.aðsend Fyrsti kossinn: Það er auðvelt. Endalok fjórða þáttar af Svörtu Söndum er fyrsti kossinn okkar. Í fullri alvöru. Ekki ónýtt að eiga þetta atvik svona skjalfest og ódauðlegt. Geri aðrir betur. Næsti kossinn okkar var veturinn 2021 á okkar fyrsta stefnumóti. Sá koss lifir bara í minningunni. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: P.S. I love you. Rómantískar myndir eru alveg síðastar á lista hjá mér en bara um daginn mundi ég eftir þessari. Notebook á EKKERT í þessa mynd, ef ég vil gjörsamlega brotna horfi ég á hana. Þessvegna horfi ég reyndar ekki á hana. Aldís og Kolbeinn eru glæsilegt par.aðsend Uppáhalds break up ballaðan mín er: Resentment með Beyoncé. Og Pray you Catch Me með Beyoncé. Líka lagið It’s Too Late eftir japönsku söngkonuna Koda Kumi sem ég hlustaði mikið á sem táningur, þá í reglulegri ástarsorg. Hjartað mitt brotnaði ótal sinnum fyrir hönd persóna í bókum, myndum, þáttum og tölvuleikjum. Ég var flakandi hormónasár. Aldís var flakandi hormónasár á sínum yngri árum. aðsend Lagið okkar: Rose in Harlem með Teyana Taylor. Reyndar öll sú plata, við spiluðum hana endalaust þegar við vorum að kynnast í tökum, enda ógeðslega flott. Það lag hefur fylgt okkur úr vinnusambandi yfir í ástarsamband. Harlem rósin okkar. Maturinn: Það er svo erfitt þegar ég er í sambandi með svona miklum ofurkokki. Við erum með nokkrar máltíðir í róteringu, svona grípum í máltíðir en ein þeirra er hnetusmjörssósu tofu skál. Kolli gerir bestu sósu sem hefur verið sköpuð og steikir tofuteninga uppúr henni. Steikjum eða AirFry-um grænmeti og sjóðum hrísgrjón. Koríander ofan á og sesamfræ og ég er komin hálfa leiðina til himna. Annars elska ég smoothie-skálarnar sem við gerum og hafragrautana. Kolbeinn dýrkar sólskinssósu tortillurnar mínar. Engin máltíð er meðal-máltíð á þessu heimili. Aldís segir Kolbein algjöran listakokk.aðsend Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ef Kolbeinn man rétt er það nótubók og penni svo hann gæti skrifað niður hugleiðingarnar sínar. Það er svo gott tæki til að fá betri innsýn í mans eigið tilfinningalíf. Aldís, Kolbeinn og Príla, hundurinn þeirra á fallegri stund.aðsend Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Eyrnalokkar sem listakona hafði búið til og ég var að skoða. En svona fyrsta formlega gjöfin var jólastjarnan sem hann gaf mér fyrstu jólin okkar saman. Það var partur af jólagjöfinni það árið og svo prýddi hún tréð okkar í fyrra. Þetta er fallegasta stjarna sem ég hef séð, ofsalega fínleg og handskorin úr við sem Kolli keypti í The Shed í Hafnarfirði. Semsagt þýsk stjarna innflutt frá Þýskalandi. Svona eins og ég, hans orð. Ég hafði líka nefnt það við hann að fyrir mér þarf jólaskraut allaf að hafa einhverja merkingu og stjarnan þar af leiðandi vegur mest. Þetta var svona gjöf sem var fullkomlega úthugsuð og mun alltaf minna mig á yndislegar stundir í hvert sinn sem ég ber hana augum. Kolbeinn og Aldís hafa brallað ýmislegt saman en hún segir hann einkar lúnkinn við að velja vandaðar og úthugsaðar gjafir.aðsend Kærastinn minn er: Hann heitir Kolbeinn Arnbjörnsson og er flottastur. Rómantískasti staður á landinu: Við höfum átt svo fallegar minningar á svo mörgum stöðum en ég held að enginn þeirra hafi verið sérstaklega rómantískur. Nema kannski lautarferð í Öskjuhlíðinni. Samt finnst mér Öskjuhlíðin ekki sérstaklega rómantísk. Rómantískir staðir eru bara þar sem þú upplifir ást og rómantík ykkar á milli held ég. Aldís segir rómantík felast í upplifun frekar en staðsetningu.aðsend Ást er ... Mest ógnvekjandi, krefjandi, alltumlykjandi, öruggasta og verðlaunandi tilfinning sem ég hef upplifað. Hún er að vilja eyða hverri mínútu með annarri manneskju, líka þegar þú vilt ekki eyða einni einustu mínútu með henni. Hún er að bera saman gildin ykkar og komast að því að þau mikilvægustu passa saman án þess að þurfa að fórna hinum. Að gefa styrk og stuðning til að sjá aðra manneskju vaxa og dafna og fá það sama til baka. Að gefa 60% þegar að hin manneskjan hefur bara 40%. Hún er þversagnakennd og flókin og óvænt og erfið og ótrúlega skemmtileg. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01 Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Arna Stefanía: „Það er eðlilegt að líða stundum illa og finnast þetta yfirþyrmandi“ Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Aldís og Kolbeinn höfðu aldrei hist fyrr en í prufu fyrir þættina, þrátt fyrir að þau hefðu hrærst í sömu hringjum í mörg ár. Hún segir fáranlegt að vegir þeirra Kolbeins hafi ekki legið fyrr saman. Aldís og Kolbeinn í hlutverkum sínum sem Aníta og Salómon í Svörtu söndum. aðsend Í þáttunum léku þau æskuástirnar Anítu og Salómon sem kynnast upp á nýtt á fullorðinsárunum. Aldís segir þó fagmennskuna hafa verið í fyrirrúmi á meðan á tökum stóð en fyrsti alvöru kossinn hafi verið í lokahófinu eftir að tökum lauk. Fyrsti kossinn var í lokahófi Svörtu sanda. aðsend Hér fyrir neðan svarar Aldís spurningum í viðtalsliðunum Ást er. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að ég sé skikkuð í að spila tölvuleiki á meðan að Kolli eldar þriggja rétta veislumat fyrir okkur. Það er algjört love-language fyrir mig. Svo segir Kolbeinn að ég sé ekki rómantísk. Ástartungumál að mati Aldísar er að vera skikkuð til þess að horfa á tölvuleiki.aðsend Fyrsti kossinn: Það er auðvelt. Endalok fjórða þáttar af Svörtu Söndum er fyrsti kossinn okkar. Í fullri alvöru. Ekki ónýtt að eiga þetta atvik svona skjalfest og ódauðlegt. Geri aðrir betur. Næsti kossinn okkar var veturinn 2021 á okkar fyrsta stefnumóti. Sá koss lifir bara í minningunni. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: P.S. I love you. Rómantískar myndir eru alveg síðastar á lista hjá mér en bara um daginn mundi ég eftir þessari. Notebook á EKKERT í þessa mynd, ef ég vil gjörsamlega brotna horfi ég á hana. Þessvegna horfi ég reyndar ekki á hana. Aldís og Kolbeinn eru glæsilegt par.aðsend Uppáhalds break up ballaðan mín er: Resentment með Beyoncé. Og Pray you Catch Me með Beyoncé. Líka lagið It’s Too Late eftir japönsku söngkonuna Koda Kumi sem ég hlustaði mikið á sem táningur, þá í reglulegri ástarsorg. Hjartað mitt brotnaði ótal sinnum fyrir hönd persóna í bókum, myndum, þáttum og tölvuleikjum. Ég var flakandi hormónasár. Aldís var flakandi hormónasár á sínum yngri árum. aðsend Lagið okkar: Rose in Harlem með Teyana Taylor. Reyndar öll sú plata, við spiluðum hana endalaust þegar við vorum að kynnast í tökum, enda ógeðslega flott. Það lag hefur fylgt okkur úr vinnusambandi yfir í ástarsamband. Harlem rósin okkar. Maturinn: Það er svo erfitt þegar ég er í sambandi með svona miklum ofurkokki. Við erum með nokkrar máltíðir í róteringu, svona grípum í máltíðir en ein þeirra er hnetusmjörssósu tofu skál. Kolli gerir bestu sósu sem hefur verið sköpuð og steikir tofuteninga uppúr henni. Steikjum eða AirFry-um grænmeti og sjóðum hrísgrjón. Koríander ofan á og sesamfræ og ég er komin hálfa leiðina til himna. Annars elska ég smoothie-skálarnar sem við gerum og hafragrautana. Kolbeinn dýrkar sólskinssósu tortillurnar mínar. Engin máltíð er meðal-máltíð á þessu heimili. Aldís segir Kolbein algjöran listakokk.aðsend Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ef Kolbeinn man rétt er það nótubók og penni svo hann gæti skrifað niður hugleiðingarnar sínar. Það er svo gott tæki til að fá betri innsýn í mans eigið tilfinningalíf. Aldís, Kolbeinn og Príla, hundurinn þeirra á fallegri stund.aðsend Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Eyrnalokkar sem listakona hafði búið til og ég var að skoða. En svona fyrsta formlega gjöfin var jólastjarnan sem hann gaf mér fyrstu jólin okkar saman. Það var partur af jólagjöfinni það árið og svo prýddi hún tréð okkar í fyrra. Þetta er fallegasta stjarna sem ég hef séð, ofsalega fínleg og handskorin úr við sem Kolli keypti í The Shed í Hafnarfirði. Semsagt þýsk stjarna innflutt frá Þýskalandi. Svona eins og ég, hans orð. Ég hafði líka nefnt það við hann að fyrir mér þarf jólaskraut allaf að hafa einhverja merkingu og stjarnan þar af leiðandi vegur mest. Þetta var svona gjöf sem var fullkomlega úthugsuð og mun alltaf minna mig á yndislegar stundir í hvert sinn sem ég ber hana augum. Kolbeinn og Aldís hafa brallað ýmislegt saman en hún segir hann einkar lúnkinn við að velja vandaðar og úthugsaðar gjafir.aðsend Kærastinn minn er: Hann heitir Kolbeinn Arnbjörnsson og er flottastur. Rómantískasti staður á landinu: Við höfum átt svo fallegar minningar á svo mörgum stöðum en ég held að enginn þeirra hafi verið sérstaklega rómantískur. Nema kannski lautarferð í Öskjuhlíðinni. Samt finnst mér Öskjuhlíðin ekki sérstaklega rómantísk. Rómantískir staðir eru bara þar sem þú upplifir ást og rómantík ykkar á milli held ég. Aldís segir rómantík felast í upplifun frekar en staðsetningu.aðsend Ást er ... Mest ógnvekjandi, krefjandi, alltumlykjandi, öruggasta og verðlaunandi tilfinning sem ég hef upplifað. Hún er að vilja eyða hverri mínútu með annarri manneskju, líka þegar þú vilt ekki eyða einni einustu mínútu með henni. Hún er að bera saman gildin ykkar og komast að því að þau mikilvægustu passa saman án þess að þurfa að fórna hinum. Að gefa styrk og stuðning til að sjá aðra manneskju vaxa og dafna og fá það sama til baka. Að gefa 60% þegar að hin manneskjan hefur bara 40%. Hún er þversagnakennd og flókin og óvænt og erfið og ótrúlega skemmtileg.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01 Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Arna Stefanía: „Það er eðlilegt að líða stundum illa og finnast þetta yfirþyrmandi“ Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01
Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Leikarinn geðþekki, Hallgrímur Ólafsson kynntist eiginkonu sinni, Matthildi Magnúsdóttur fyrir fjórtán árum en þau gengu í hjónaband árið 2018. Saman eiga þau tvo syni en áður átti Halli, eins og hann er alltaf kallaður, dóttur úr fyrra sambandi. 31. maí 2023 07:00