Mikil fækkun fíknifanga í íslenskum fangelsum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 07:46 Árum saman hefur Ísland skorið sig úr hvað hátt hlutfall fíknifanga varðar. Vísir/Vilhelm Aðeins 26,7 prósent fanga sátu inni fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Ári áður var hlutfallið 37,4 prósent og um 60 prósent um aldamótin. Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi. Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira