Sundverð heimamanna gæti hækkað á mörgum stöðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 12:44 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp hefur ákveðið að hækka verð til heimamanna. Grímsnes- og Grafningshreppur Skagafjörður, Múlaþing og Fjallabyggð eru meðal þeirra sveitarfélaga sem eru nú með gjaldskrá sína fyrir sundlaugar í skoðun. Gjaldskrá Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið breytt og verðið til íbúa hækkað. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún. Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún.
Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira