Þjálfarateymi Svía missti af fluginu á heimsmeistaramótið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 16:00 Peter Gerhardsson er landsliðsþjálfari sænska kvennalandsliðsins. Vísir/Getty Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Ástralíu og Nýja Sjálandi þann 20. júlí. Þjálfarateymi Svía lenti þó í vandræðum á ferð sinni til Nýja Sjálands. Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira