Staðan á Reykjanesi eftir daginn í dag Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 00:00 Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan 18 átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa. Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17
Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42