Saka yfirmann hjá Intel um herferð gegn hinsegin fólki í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 07:27 Ofbeldi gegn hinsegin fólki hefur aukist mjög í Úganda. epa/Dai Kurokawa Yfir tugur mannréttindasamtaka í Afríku hefur efnt til undirskriftasöfnunar og kallað eftir því að bandaríska fyrirtækið Intel Corporation láti háttsettan yfirmann fjúka, vegna meintrar framgöngu hans gegn réttindum hinsegin fólks í álfunni. Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu. Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Greg Slater og eiginkona hans Sharon Slater eru, og hafa verið um árabil, sökuð um að hafa freistað þess að hafa áhrif á leiðtoga og aðra stjórnmálamenn nokkurra Afríkuríkja og þannig lagt grunn að þeim lagabreytingum sem hafa orðið til þess að grafa undan réttindum og öryggi hinsegin fólks. Sharon Slater fer fyrir Family Watch International, sem mannréttindasamtökin segja hafa staðið fyrir útbreiðslu fordóma og haturs gegn hinsegin fólki um áratugaskeið. Family Watch International er á lista Southern Poverty Law Center yfir haturshópa. „Family Watch International hefur greitt fyrir ferðir pólitíkusa og diplómata frá Kenía, Úganda og öðrum Afríkuríkjum til að mata þá á öfgastefnu sinni gegn samkynhneigð, kynfræðslu og getnaðarvörnum,“ hefur Guardian eftir Jedidah Maina hjá Trust for Indigenous Culture and Health. „Margir þessara stjórnmálamanna hafa svo farið og talað fyrir og stutt löggjöf til höfuðs saklausra Afríkubúa.“ Mannréttindasamtökin saka Family Watch International meðal annars um að hafa barist fyrir nýsettum lögum í Úganda, þar sem lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing liggja við því að stunda „samkynhneigt athæfi“. Family Watch International hafa neitað ásökununum en mannréttindasamtökin eru viss í sinni sök. „Það er ekkert „náttúrulegt“ við þá bylgju and-hinsegin laga sem við höfum verið að sjá,“ segir Muthoni Ngugi, hjá East Africa Legal Service Network. Talsmaður Intel segir fyrirtækið styðja fjölbreytileika en virða rétt starfsmanna sinna til að hafa aðra afstöðu.
Kenía Úganda Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira