„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2023 08:01 Bjarte Myrhol er einn besti línumaður handboltasögunnar. getty/Slavko Midzor Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök. Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira
Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök.
Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira
Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31