Stemning hjá stelpunum á Snapchat meðan dregið var Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Thea Imani Sturludóttir getur ekki beðið eftir heimsmeistaramótinu í vetur. Vísir/Dúi Í dag kom í ljós hverjir mótherjar Íslands verða í riðlakeppni HM kvenna í handbolta í desember. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir kveðst ekki geta beðið eftir sumarfríslokum svo hún geti hafið undirbúning fyrir mótið. Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira