Göngugatan þurfi ekki alltaf að vera göngugata Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2023 22:18 Halla Björk Reynisdóttir er forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Vísir/Arnar Lokunartími göngugötunnar á Akureyri hefur aukist síðustu ár. Forseti bæjarstjórnar segir það ekki nauðsynlegt að loka fyrir umferð allan ársins hring enda séu gangandi vegfarendur í fullum rétti allan ársins hring. Í byrjun sumars var greint frá því að ákveðið hafi verið að loka fyrir umferð um göngugötuna næsta sumar. Túlkuðu einhverjir málin þannig að göngugatan væri þá venjulega ekki göngugata á sumrin. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, bendir þó á að þarna sé um misskilning að ræða, einungis sé verið að bæta við þá lokun sem hefur verið í gangi síðustu sumur. „Við höfum síðustu ár verið jafnt og þétt að auka við lokunartímann. Svo kom til umræðu að loka henni alveg í þrjá mánuði. Við vildum taka tillit til rekstraraðila í götunni og þeir óskuðu eftir lengri aðlögunartíma. Þannig við samþykktum að þessari götu, sem heiti göngugatan í daglegu tali fólks, yrði lokað alfarið júní, júlí og ágúst á næsta ári. Á þessu ári eru þetta tímabundnar lokanir eins og hefur verið síðustu ár,“ segir Halla. Göngugatan á Akureyri er ekki göngugata allan ársins hring.Vísir/Arnar Hún segir götuna alla jafna iða af lífi á sumrin þegar veðrið er hliðhollt bæjarbúum. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipanna einnig tíðir gestir. Hún bendir á að þrátt fyrir að göngugatan sé ekki alltaf göngugata séu gangandi vegfarendur í forgangi allan ársins hring. „Við búum ekki alltaf við 20 stiga hita og sól þannig við höfum sagt að það sé nóg að vera þessa þrjá sumarmánuði. Hún er auðvitað vistgata allan ársins hring. Þar sem gangandi vegfarendur og hjólandi hafa forgang. Það má segja göngugata, ekki göngugata, við höfum alltaf réttinn, það er gangandi vegfarendur,“ segir Halla. Akureyri Göngugötur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Í byrjun sumars var greint frá því að ákveðið hafi verið að loka fyrir umferð um göngugötuna næsta sumar. Túlkuðu einhverjir málin þannig að göngugatan væri þá venjulega ekki göngugata á sumrin. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, bendir þó á að þarna sé um misskilning að ræða, einungis sé verið að bæta við þá lokun sem hefur verið í gangi síðustu sumur. „Við höfum síðustu ár verið jafnt og þétt að auka við lokunartímann. Svo kom til umræðu að loka henni alveg í þrjá mánuði. Við vildum taka tillit til rekstraraðila í götunni og þeir óskuðu eftir lengri aðlögunartíma. Þannig við samþykktum að þessari götu, sem heiti göngugatan í daglegu tali fólks, yrði lokað alfarið júní, júlí og ágúst á næsta ári. Á þessu ári eru þetta tímabundnar lokanir eins og hefur verið síðustu ár,“ segir Halla. Göngugatan á Akureyri er ekki göngugata allan ársins hring.Vísir/Arnar Hún segir götuna alla jafna iða af lífi á sumrin þegar veðrið er hliðhollt bæjarbúum. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipanna einnig tíðir gestir. Hún bendir á að þrátt fyrir að göngugatan sé ekki alltaf göngugata séu gangandi vegfarendur í forgangi allan ársins hring. „Við búum ekki alltaf við 20 stiga hita og sól þannig við höfum sagt að það sé nóg að vera þessa þrjá sumarmánuði. Hún er auðvitað vistgata allan ársins hring. Þar sem gangandi vegfarendur og hjólandi hafa forgang. Það má segja göngugata, ekki göngugata, við höfum alltaf réttinn, það er gangandi vegfarendur,“ segir Halla.
Akureyri Göngugötur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira