Aðsóknin sprakk við komu besta verks aldarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júlí 2023 23:19 Hlynur Hallsson er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Vísir/Arnar Á Listasafninu á Akureyri er um þessar mundir sýnt eitt besta verk 21. aldar. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson og segist safnstjórinn aðsóknina hafa sprungið í kjölfar þess að sýningar á verkinu hófust. Verkið The Visitors eða Gestirnir var fyrst sýnt árið 2012 í Sviss og hefur síðan þá verið sýnt víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Guggenheim safninu í Bilbao, The Broad í Los Angeles og hófust sýningar nýlega á Louisiana-safninu í Danmörku. Verkið hefur einungis einu sinni áður verið sett upp á Íslandi og var það í Kling og Bang árið 2013 til 2014. Verkið var síðan árið 2019 valið besta listaverk 21. aldarinnar af The Guardian. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir verkið laða margt fólk að. „Það byrjaði strax með að aðsóknin sprakk hjá okkur og svo er gaman því við fáum að sýna þetta verk í svo langan tíma, hálft ár, að fólk er að koma aftur og aftur. Það á bara bæði við um heimafólk hér og líka ferðamenn sem gera sér ferð aftur og koma með vini sína með sér. Það er eitthvað við þetta verk sem sogar mann að sér. Langar til að sjá það aftur og sjá meira af því,“ segir Hlynur. Gestirnir er myndbandsverk sem sýnt er á níu mismunandi skjáum í sama rými og segir Hlynur að næstum því allir sem komi hrífist verulega af verkinu. „Það er búið að gera mjög miklar kröfur þegar það er búið að segja manni það að Guardian hafi valið þetta bersa verk 21. aldar. Það er dálítið stórt. Ég hef hitt tvo sem sögðu þetta ekki hafa uppfyllt væntingar þeirra. En mörg hundruð sem hafa komið til manns og þakkað fyrir að hafa fengið að sjá það hér í Listasafninu á Akureyri og vilja koma aftur. Þetta er eitthvað gæsahúðar móment sem maður fær,“ segir Hlynur. Í verkinu má sjá átta mismunandi tónlistarfólk en sjö þeirra koma frá Íslandi. Verkið verður sýnt á listasafninu alveg þar til um miðjan september. Akureyri Menning Söfn Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verkið The Visitors eða Gestirnir var fyrst sýnt árið 2012 í Sviss og hefur síðan þá verið sýnt víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Guggenheim safninu í Bilbao, The Broad í Los Angeles og hófust sýningar nýlega á Louisiana-safninu í Danmörku. Verkið hefur einungis einu sinni áður verið sett upp á Íslandi og var það í Kling og Bang árið 2013 til 2014. Verkið var síðan árið 2019 valið besta listaverk 21. aldarinnar af The Guardian. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir verkið laða margt fólk að. „Það byrjaði strax með að aðsóknin sprakk hjá okkur og svo er gaman því við fáum að sýna þetta verk í svo langan tíma, hálft ár, að fólk er að koma aftur og aftur. Það á bara bæði við um heimafólk hér og líka ferðamenn sem gera sér ferð aftur og koma með vini sína með sér. Það er eitthvað við þetta verk sem sogar mann að sér. Langar til að sjá það aftur og sjá meira af því,“ segir Hlynur. Gestirnir er myndbandsverk sem sýnt er á níu mismunandi skjáum í sama rými og segir Hlynur að næstum því allir sem komi hrífist verulega af verkinu. „Það er búið að gera mjög miklar kröfur þegar það er búið að segja manni það að Guardian hafi valið þetta bersa verk 21. aldar. Það er dálítið stórt. Ég hef hitt tvo sem sögðu þetta ekki hafa uppfyllt væntingar þeirra. En mörg hundruð sem hafa komið til manns og þakkað fyrir að hafa fengið að sjá það hér í Listasafninu á Akureyri og vilja koma aftur. Þetta er eitthvað gæsahúðar móment sem maður fær,“ segir Hlynur. Í verkinu má sjá átta mismunandi tónlistarfólk en sjö þeirra koma frá Íslandi. Verkið verður sýnt á listasafninu alveg þar til um miðjan september.
Akureyri Menning Söfn Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira