Lífið

Söngkonan Coco Lee er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Coco Lee ljáði Mulan rödd sína í kínverskri útgáfu Disney-myndarinnar frá árinu 1998.
Coco Lee ljáði Mulan rödd sína í kínverskri útgáfu Disney-myndarinnar frá árinu 1998. AP

Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Lee gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 þegar hún var nítján ára gömul. Hún var fyrsti kínverski tónlistarmaðurinn sem hafi slegið í gegn í Bandaríkjunum. Það gerðist með laginu Do You Want My Love sem náði fjórða sætinu á Billboards Hot Dance Breakouts listanum árið 1999.

Þá ljáði hún Mulan rödd sína í kínverskri útgáfu Disney-myndarinnar frá árinu 1998.

AP greinir frá því að fjölskylda Lee staðfesti í yfirlýsingu að hún hafi svipt sig lífi. Eldri systur hennar, þær Carol og Nancy Lee, segja hana hafa gert sitt besta í glímunni við þynglyndi en að því miður hafi „djöflarnir innra með henni“ haft betur.

Systurnar segja ennfremur að Coco Lee hafi á ferli sínum unnið ötullega að greiða leið kínverskra tónlistarmanna inn á alþjóðlegan markað.

Lee giftist kanadíska fjárfestinum Bruce Rockowitz árið 2011.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.