„Kjánalegt“ ef evrópska liðið hunsar kylfinga sem völdu LIV-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júlí 2023 22:31 Graeme McDowell vonast til að sjá LIV-kylfinga í evrópska liðinu í Ryder-bikarnum. Octavio Passos/Getty Images Graeme McDowell, fyrrverandi varafyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum, segir að Evrópumótaröðin, DP World Tour, muni líta kjánalega út ef þeir kylfingar sem skiptu yfir á sádiarabísku LIV-mótaröðina komi ekki til greina í liðið fyrir Ryder-bikarinn í september. Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“ Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“
Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira