Styrkás verður „töluvert“ umsvifameira við skráningu í Kauphöll
![„Það má segja að þessi vegferð hafi hafist með kaupum á Kletti í fyrra,“ segir Ásgeir Helgi Reykjörð Gylfason, forstjóri Skel fjárfestingafélags.](https://www.visir.is/i/D9D9C2185C2616F86716273E60D18CADF136D4C6293BF9CD352441EFC5F1C94F_713x0.jpg)
Horft er til þess að Styrkás, eignarhaldsfélag Skeljungs og Kletts, verði „töluvert“ umsvifameira við skráningu þess í Kauphöll fyrir árslok 2027, að sögn forstjóra Skel fjárfestingafélags. Tækifæri eru til ytri vaxtar á sviði orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu.